top of page
Containers

Skilmálar

Dekkor er fyrst og fremst sérpöntunar verslun, ekki lager verslun. Sýningarsalurinn okkar er í Víkurhvarfi 2 og þar erum við með vörur frá flestum birgjum okkar til sýnis. 

Skilmálar

 

Pöntunarferlið

Dekkor/seljandi afhendir vörurnar eins fljótt og hægt er eftir að kaupandi hefur staðfest með greiðslu. Kaupandi fær áætlaðan tímaramma á afhendingu frá seljanda.  Við miðum oftast við 8 - 12 vikur.

Verði töf á afhendingu mun seljandi reyna eftir bestu getu að upplýsa kaupanda sem allra fyrst.  Töf á afhendingu orsakast oftast vegna tafa í framleiðslu, töfum á fraktsendingum eða vegna tollafgreiðslu.  Ef töf verður á afhendingu vegna utanaðkomandi ástæðna getur seljandi ekki bætt fjárhagslegt tjón ef slíkt verður.

Dekkor er ekki flutningsfyrirtæki heldur sérpöntunar verslun.

 

Vöru afhending

Kaupandi sækir vörurnar sínar til okkar í Víkurhvarf 2

Dekkor er ekki með útkeyrslu á vörum.

Þegar vörurnar eru komnar og tilbúnar til afhendingu þá hefur kaupandi 10 daga til að sækja vörurnar, eftir það þá fer í gang geymsugjald.  Ástæðan fyri því er einföld, við erum með lítið húsnæði og getum ekki verið með heilubrettin í geymslu í lengri tíma.

Geymslugjald 720kr per dag / verð ekki með vsk

 

Afpöntun

Ekki er hægt að afpanta eða hætta við eftir að seljandi hefur greitt fyrir vöruna hjá framleiðanda og fengið vörurnar af stað erlendis.

 

Skil á útsöluvörum.

Ekki er hægt að skila útsöluvörum en það er hægt að skipta og fá aðra útsöluvöru í stað hennar.

 

Verð og verðbreytingar

Öll verð á vefnum eru gefin upp í Íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.  Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust vegna rangra upplýsinga eða skráninga.

 

Greiðsluleiðir:

Það er hægt að greiða með öllum helstu greiðslukortum, ásamt Netgíró & Pei

 

Takmarkanir á ábyrgð

Ef um ræðir sölu til fyrirtækis þá er ábyrgð á galla 1 ár

Gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar

Gildir ekki ef tækið hefur verið opnað eða átt við það

Gildir ekki ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar eða samsetningar

 

Skil á vöru / endurgreiðsla

Ef í ljós kemur að vara er gölluð eða skemmd við afhendingu þá mun Seljandi hafa samband við framleiðanda og fara fram á endurgreiðslu.  Kaupandi fær endurgreidda vöruna á sama tíma og Seljandi.  Ekki er hægt að fá vöruna endurgreidda ef umbúðir hafa verið opnaðar/skemmdar.

Hafa samband

Endilega sendu okkur línu eða hringdu í okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.

846 4444

bottom of page