top of page

VEFSÍÐAN LOKUÐ VEGNA BREYTINGA

Lokað vegna breytinga

Dekkor hefur verið starfandi sem sérpöntunar verslun undanfarin 7 ár.

Snemma á seinasta ári var tekið stórt skref að fá inn fjárfesti til að fjármagna nýjan sýningarsal, koma vinsælustu vörunum inn á lager og reyna styrka rætur fyritækisins.
 

En seinustu fimm mánuði hefur Dekkor staðið í baráttu við fjárfestinn sem hefur nú opnað sína eigin verslun með nýja sýningarsalnum og byrjaður að selja úr lagergnum sem keyptur var með kennitölu Dekkors.

​

Fyrrum nefndi hefur einnig náð umboðunum með lofum á kaupum á lager,
eitthvað sem Dekkor hafði ekki fjármagnið í að gera. 

Þar af leiðandi beinum við öllum okkar viðskiptavinum að tala við home4u varðandi upplýsingar um vörur,

viðgerðir og þjónustu.

​

Þar sem Home4u er núna að notast við sýningarsal sem ætlaður var Dekkor og er að selja vörur af lagernum sem keyptur var með kennitölu Dekkors getum við sagt að Home4u hefur yfirtekið reksturinn.


Til að staðfesta það er hægt að sjá inn á vefsíðu omnires.com að home4u er orðin formelgur dreifingaraðili

þeirra á Íslandi.

​

Einnig tek ég fram að sami aðili vildi stíga inn í krakkabíla.is reksturinn og bauðst til að fjármagna næsta gámaf krakkabílum til Íslands.  Krakkabílar.is er lítið hliðarfyrirtæki sem Dekkor fjölskyldan byrjaði með og byrjaði að flytja inn þessa bíla fyrir tæplega 4 árum.  Gámurinn kom eftir að svikin áttu sér stað og opnaði fyrrum nefndi copy/paste vefsíðu af krakkabílum.is og nefndi hana barnabílar.is

​

Þar sem Dekkor er lítið fjölskyldufyrirtæki þá sjáum við ekki framm á að geta staðið á nokkra ára lögfræðikostnaði.

​Við erum með netfangið ennþá opið og gerum okkar besta að svara eftir bestu getu.

Dekkor vill þakka ÖLLUM viðskiptavinum í gegnum árin og Sérstakar þakkir fyrir þá viðskiptavini sem hafa staðið við bakið á okkur undanfarna mánuði.

Vonum að bardaginn endi ekki hér og að Karma taki við!​

​​

Hafa samband

Dekkor tekur ekki lengur á móti pöntunum en við reynum að svara eftir bestu getu.
 

bottom of page